Forsíða
idjuthjalfun-comp
Félagsfærni
Peers félagsfærninámskeið - einkatímar
Lesblinda-comp
Félagsfærni - fjarkennsla
Peers félagsfærninámskeið - fjarkennsla

Vettvangur | Stofa | Fjarþjónusta

Stofa | Fjarþjálfun

heilbrigdi.is

Þjónustan

Iðjuþjálfun

Í iðjuþjálfun felst sérþekking á daglegri iðju mannsins. Þá er átt við allt það sem fólk innir af hendi í daglegu lífi í þeim tilgangi að annast sig og sína, vinna ýmis störf er nýtast samfélaginu og njóta þess sem lífið hefur að bjóða. Sem dæmi um iðju má nefna það að klæða sig og snyrta, útbúa mat, aka bíl, afgreiða í verslun, skrifa ritgerð, fara á skíði eða mála mynd. Þótt þessi viðfangsefni virðist sjálfsögð og einföld fyrir flesta, þá geta þau verið erfið og jafnvel óyfirstíganleg fyrir fólk sem er með ódæmigerðan þroska, hefur fengið sjúkdóma, er komið á efri ár eða hefur upplifað áföll af einhverju tagi svo eitthvað sé nefnt. 

PEERS Félagsfærni

PEERS er námskeið í félagsfærni fyrir börn, unglinga og ungt fólk, ásamt foreldrum þeirra eða félagsþjálfa. PEERS er gagnreynt námskeið fyrir unglinga og ungmenni með einhverfu og ADHD. PEERS stendur fyrir Program for the Education and Enrichment of Relational Skills.
Aðalstyrkleiki félagsfærniþjálfunar PEERS er að námskeiðið er fyrir bæði börn, unglinga eða ungt fólk og foreldra þeirra eða félagsþjálfa og læra foreldrar eða félagsþjálfar hvernig þeir geta haldið áfram og fylgt eftir félagsfærniþjálfun barnanna, unglinganna eða unga fólksins eftir að námskeiðinu lýkur.

Lesblinda

Lesblindu námskeiðin eru einkatímar fyrir þann lesblinda, foreldrar eru einnig þjálfaðir í því að styðja við og aðstoða börnin sín áfram eftir að námskeiði lýkur.
Unnið er með leir og byggist námskeiðið á sérstakri þjálfun sem miðar að því að þekkja og ná stjórn á skynvillu.
Í lestri er æfð ný tækni sem kemur í veg fyrir að stafir í miðju orðs hoppi upp eða að stafir víxlist.

Fjölskyldumeðferð

Veitt er almenn para- og fjölskyldumeðferð þar sem fjölskyldan þarf tímabundna aðstoð við að styrkja samskipti og tengslin m.a. vegna krefjandi heimilis og/eða félagslegra aðstæðna, skilnaðar, andlegra/líkamlegra veikinda, samskiptavanda eða tímabundins tengslarofs milli einstaklinga.
Fjölskyldumeðferð er fjölbreytt úrræði sem veitir gagnreynda meðferð (evidence based practice) þar sem lögð er áhersla á að bæta samskipti og tengsl við aðra, þar sem tekið er mið af áhrifamætti fjölskylduheildarinnar og velferð hennar höfð að leiðarljósi.

Fróðleikur

Fréttir og greinar

Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir - Iðjuþjálfi

Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir

IÐJUÞJÁLFI

Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir iðjuþjálfi hefur víðtæka þekkingu og reynslu að vinna með börnum og unglingum. Guðrún Jóhanna hefur starfa sem iðjuþjálfi á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans frá því 2012 og til dagsins í dag. Guðrún hefur unnið með lesblindum einstaklingum til margra ára, verið með yfir 60 PEERS námskeið í félagsfærni
Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir er iðjuþjálfi, leiðbeinandi með PEERS félagsfærni námskeið og Davis-lesblinduráðgjafi. Hún er með réttindi sem leiðbeinandi í PEERS félagsfærni fyrir börn, unglinga og ungt fólk, Skóla – PEERS einnig er hún með réttindi til að halda Telehealth PEERS námskeið í félagsfærni í fjarkennslu.

Árið 2004 stofnaði hún fyrirtækið Lesblinda ehf sem hefur starfað óslitið síðan. Guðrún Jóhanna útskrifaðist með BS í iðjuþjálfun árið 2012. Hún starfaði hjá Æfingastöð SLF og Barna- og unglingageðdeild Landspítalans þar sem hún er enn við störf. Á BUGL er Guðrún verkefnastjóri iðjuþjálfa. Veturinn 2012 – 2014 skipulagði Guðrún Jóhanna og stýrði námskeiðinu „ég dansa það af mér“ en það er ætlað unglingum sem búa við erfiðar aðstæður.

Árið 2017 var Lesblindu ehf breytt í Félagsfærni – Lesblinda ehf þegar Guðrún fór af stað með PEERS námskeið í félagsfærni.

Árið 2020 fór Guðrún af stað með PEERS námskeið í fjarkennslu, einnig hannað Guðrún spil sem eru hugsuð til að minna börn og unglinga á liðsanda reglur.

Árið 2021 var nafni fyrirtækisins breytt í Lífsbrunnur ehf, þegar Guðrún fór af stað með iðjuþjálfun, félagsfærni námskeið og lesblindu námskeið á stofu og í fjarkennslu.

Lífsbrunnur ehf bíður upp á fjölbreytta þjónust allt eftir þörfum notanda, PEERS félagsfærni námskeið, námskeið fyrir lesblinda, ráðgjöf, fræðsla, samtöl, skynúrvinnslumat og ráðgjöf, mat á færni til að takast á við athafnir daglegs lífs, dagleg rútína, skipulag, áhugmál, vinir, fjölskylda, vinnu og skóla.

Markmið Lífsbrunns er að einstaklingur aukið lífsgæði sín og geti tekið þátt í samfélaginu út frá eigin forsendum.

Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir er með staðfestingu frá Embætti landlæknis til að starfa sjálfstætt sem iðjuþjálfi og til að veita fjarheilbrigðisþjónustu.

Ósk um þjónustu