Reynslusaga
Facebook
Twitter
LinkedIn
Pinterest
Email

Hann er bara allt annað barn

Drengurinn okkar hefur átt mjög erfitt félagslega í mörg ár.
Við erum búin að prufa felst allt sem okkur dettur í hug og ekkert hefur hentað honum nógu vel.
Svo heyrðum við af PEERS félgasfærninámskeiði í fjarkennslu og ákváðum að skoða það betur.

Við skráðum hann á námskeiði, ég var ekki mjög bjartsýnn að það myndi skila miklum árangri að vera í fjarkennslu þar sem hann á erfitt með að einbeita sér.
Strax eftir fyrsta tímann sáum við mun á honum og alltaf meiri og meiri bætingu eftir hvern tíma.

Í dag fer hann út með strákunum sem hann var ekki í neinum samskiptum við, spilar með þeim í tölvunni og þeir hringja sína á milli. Einnig eru mikil samskipti við krakkana í skólanum, kennarinn hans finnur gríðalegan mun á honum, ættingjar og vinir loksins farnir að kynnast honum betur.

Honum líður almennt mikið betur hann er bara allt annað barn.

Við erum rosalega glöð og þakklát fyrir kennsluna og mun hún nýtast okkur vel til framtíðar.

Takk fyrir okkur.