Facebook
Twitter
LinkedIn
Pinterest
Email

Lesblindu námskeið hjá Guðrúnu

Þetta lesblindunámskeið hjálpaði dóttur minni mjög mikið, hún er í 8.bekk og hefur alltaf átt mjög erfitt með lestur og að skrifa. Hún átti einnig mjög erfitt með að lesa og svara skilaboðum.

Dóttir mín hefur talað um að henni fannst Guðrún mjög hjálpsöm og hress og henni fannst auðvelt og gott að tala við hana.
Aðferðin hennar Guðrúnar að stilla hugann með skífunni hefur hjálpað henni mjög mikið þegar henni finnst erfitt hvað tíminn líður hægt eða þegar hana langar að hlakka til eitthvers.
Hún getur séð skífuna fyrir sér í hausnum eða teiknað hana niður á blað. Hún hefur meira að segja kennt vinkonum sínum þetta líka.

Hún hefur alltaf átt mjög erfitt með skólann, alveg síðan hún var lítil og aldrei höfum við fundið leið til að hjálpa henni. Ég og dóttir mín kunnum mjög mikið meta hversu skilningsrík Guðrún var, hún ýtti aldrei á eftir dóttir minni og leyfði henni bara að klára æfinguna á sínum hraða og hversu sveigjanleg hún var með námið til að henta okkur.

Við búum út á landi og ekki er mikið í boði hér varðandi einstaklingsþjálfun við lesblindu, þess vegna fannst okkur æðislegt að geta gert þetta í gegnum netið.
Guðrún var mjög stuðningsrík, hrósaði dóttur minni stanslaust og fékk hana til að brosa í gegnum ferlið, þetta virkar eins og miklu meira heldur en bara námskeið vegna þess að hún tengist krökkunum á svo persónulegan hátt.

Þetta námskeið hefur hjálpað okkur meira heldur en 8 ár í skóla.

Til allra barna og foreldra sem hafa átt erfitt með lesblindu langar okkur innilega að mæla 110% með þessu námskeiði