Lífsbrunni var að berast þessi yndislega reynslusaga af PEERS félagsfærninámskeið í fjarþjálfun, 16 ára og eldri.
Sæl Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir,
Ég vildi nú bara byrja á að þakka þér kærlega fyrir frábært námskeið! Dóttir mín hefur haft mikið gagn af þessu og mér finnst hún hafa breyst mjög mikið síðan námskeiðið byrjaði – og það á jákvæðan hátt.
Annars er það að frétta að dóttir mín fór með pabba sínum austur á land í síðustu viku og er harðákveðin að fara í menntaskólann á Egilsstöðum í haust – sem er frábært! Svo tók hún þátt í Músíktilraunum um helgina sem gekk vel þó hún hafi ekki komist áfram.
En takk, aftur, fyrir alla þína hjálp með dóttur mína, það er ómetanlegt að hafa svona frábært fagfólk sem getur hjálpað til og gripið inn í þegar við foreldrarnir verðum ráðþrota 🙂
Bestu kveðjur
foreldrar