
PEERS námskeið í félagsfærni í fjarkennslu fyrir 10 til 12 ára
fyrir börn með félagslega erfiðleika, einhverfu, ADHD, kvíða og þunglyndi
Á PEERS námskeiði í félagsfærni er markmiðið að: • Barnið læri að eignast vini og halda þeim. • Foreldri/félagsþjálfi læri að styðja barnið í að finna sér viðeigandi vini. • Foreldri/félagsþjálfi læri leiðir til að styrkja færni barns við að eignast nýja vini. • Foreldri læri leiðir til að efla félagslegt sjálfstæði barns.
Aðalstyrkleiki félagsfærniþjálfunar PEERS er að námskeiðið er fyrir bæði börn og foreldra þeirra eða félagsþjálfa. Foreldrar / félagsþjálfar læra hvernig þeir geta haldið áfram og fylgt eftir félagsfærniþjálfun barns eftir að námskeiðinu lýkur.


Um námskeiðið:
Námskeiðið er fyrir börn og foreldra/félagsþjálfa þeirra og er unnið með sama eða svipað efni í sinn hvorum hópnum. Tekið er fyrir efni samkvæmt PEERS handbók og unnið er með sama eða svipað efni í barna-og foreldra- / félagsþjálfahópnum. Barninu er kennt í gegnum beinar leiðbeiningar, samræður, hlutverkaleiki, myndbönd og heimaverkefni.
Foreldrum/ félagsþjálfum er kennt að vera félagsþjálfi barns, með því að farið er yfir heimaverkefni í hverjum tíma og fylgt vel eftir hvernig hvert og eitt foreldri / félagsþjálfi leiðbeinir sínu barni heima.
Unnið er út frá styrkleikum og áhugasviði hvers barns. Síðasti tíminn er útskrift og afhending verðlauna og viðurkenningarskjala.
Næstu námskeið:
PEERS námskeið í félagsfærni fyrir börn er vikulega í 14 skipti í 75 mínútur einu sinni í viku. Foreldrar eru fyrstu 75 mínúturnar, þá mæta börnin í 75 mínútur og í lokin mæta foreldara aftur og þá sameinast báðir hóparnir.
Námskeiðin eru tvisvar sinnum á ári í byrjun febrúar og í byrjun september.
Sendið okkur tölvupóst á gudrun@idjuthjalfun.is , gudrun@felagasfaernis.is eða fyllið út skráningarform hér fyrir neðan og sendið, þá setjum við barnið á biðlista fyrir næstu námskeið í fjarkennslu.
Inntökuviðtöl fara fram á hverju ári í janúar og ágúst. Inntökuviðtal tekur um 30 til 45 mínútur.
Í hverjum hóp er 8 – 12 börn, foreldrar / félagsþjálfar þeirra eru í öðrum hóp.
Fjarkennsla með börnum annars vegar og foreldrum / félagsþjálfa hins vegar fer fram á sama degi en ekki á sama tíma. Raðað er í hópa eftir aldri.

Ósk um þjónustu

Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir
IÐJUÞJÁLFI
Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir iðjuþjálfi hefur víðtæka þekkingu og reynslu að vinna með börnum og unglingum. Guðrún Jóhanna hefur starfa sem iðjuþjálfi á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans frá því 2012 og til dagsins í dag. Guðrún hefur unnið með lesblindum einstaklingum til margra ára, verið með yfir 60 PEERS námskeið í félagsfærni
Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir er iðjuþjálfi, leiðbeinandi með PEERS félagsfærni námskeið og Davis-lesblinduráðgjafi. Hún er með réttindi sem leiðbeinandi í PEERS félagsfærni fyrir börn, unglinga og ungt fólk, Skóla – PEERS einnig er hún með réttindi til að halda Telehealth PEERS námskeið í félagsfærni í fjarkennslu.
Árið 2004 stofnaði hún fyrirtækið Lesblinda ehf sem hefur starfað óslitið síðan. Guðrún Jóhanna útskrifaðist með BS í iðjuþjálfun árið 2012. Hún starfaði hjá Æfingastöð SLF og Barna- og unglingageðdeild Landspítalans þar sem hún er enn við störf. Á BUGL er Guðrún verkefnastjóri iðjuþjálfa. Veturinn 2012 – 2014 skipulagði Guðrún Jóhanna og stýrði námskeiðinu „ég dansa það af mér“ en það er ætlað unglingum sem búa við erfiðar aðstæður.
Árið 2017 var Lesblindu ehf breytt í Félagsfærni – Lesblinda ehf þegar Guðrún fór af stað með PEERS námskeið í félagsfærni.
Árið 2020 fór Guðrún af stað með PEERS námskeið í fjarkennslu, einnig hannað Guðrún spil sem eru hugsuð til að minna börn og unglinga á liðsanda reglur.
Árið 2021 var nafni fyrirtækisins breytt í Lífsbrunnur ehf, þegar Guðrún fór af stað með iðjuþjálfun, félagsfærni námskeið og lesblindu námskeið á stofu og í fjarkennslu.
Lífsbrunnur ehf bíður upp á fjölbreytta þjónust allt eftir þörfum notanda, PEERS félagsfærni námskeið, námskeið fyrir lesblinda, ráðgjöf, fræðsla, samtöl, skynúrvinnslumat og ráðgjöf, mat á færni til að takast á við athafnir daglegs lífs, dagleg rútína, skipulag, áhugmál, vinir, fjölskylda, vinnu og skóla.
Markmið Lífsbrunns er að einstaklingur aukið lífsgæði sín og geti tekið þátt í samfélaginu út frá eigin forsendum.
Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir er með staðfestingu frá Embætti landlæknis til að starfa sjálfstætt sem iðjuþjálfi og til að veita fjarheilbrigðisþjónustu.