Reynslusaga
Facebook
Twitter
LinkedIn
Pinterest
Email

PEERS fjarkennslunámskeið í félagsfærni

Kæra Guðrún Jóhanna,

Okkur langar að þakka þér mjög vel fyrir námskeiðið. Við höfum báðar lært mjög mikið af því og ég sé ungu flottu konuna mína blómstra eftir að hún byrjaði á námskeiðinu. Hún er mun öruggari í samskiptum, glaðari og jákvæðari. Ég held að eitt það mikilvægasta sem þau læra á þessu námskeiði er að vinátta er alltaf vel hvers og eins og að þau verða alltaf að hlusta á sig sjálf og eigin tilfinningar. Auk þess held ég að kaflinn um að leysa úr ágreiningi hafi verið mjög mikilvægur og þarfur.

Ég sjálf sem aðstandandi lærði líka mjög mikð og hef notið þess að fylgjast með Auði fá aftur áhuga á að umgangast annað fólk, hvað þá að aðrir fái að kynnast hversu fyndin, áhugaverð, einlæg, opin, jákvæð, elskuleg og hjartahlý hún er. Og núna hefur hún lært góðar aðferðir til þess.

Bestu þakkir fyrir okkur