Reynslusaga
Facebook
Twitter
LinkedIn
Pinterest
Email

Fjarkennsla í Iðjuþjálfun/lesblindu

Frá móður.
Sonur minn sem er 15 ár, er búin að vera að glíma við lesblindu og hefur átt mjög erfitt öll skóla árin sín. Haustið 2020 var okkur bent á hana Guðrún Jóhönnu Benediktsdóttur iðjuþjálfa. Okkar var sagt að hægt væri að fá aðstoð í með fjarþjónustu. Þar sem við búum út á landi og ekki auðvelt að sækja svona námskeið þar, þá ákváðum við að panta tíma hjá henni. Hún bauð okkur tíma mjög fljótt, viðtalið og allt námskeiðið fór í gegnum fjarfundabúnað Kara Connect. Guðrún var mjög sveigjanleg við okkur tókst alltaf að finna tíma sem henta drengnum mínum.

Ég mæli 100% með Iðjuþjálfun/lesblindu námskeiðinu hjá Guðrúnu Jóhönnu Benediktsdóttur, iðjuþjálfa hjá Lífsbrunn.
Það var ekki bara verið að vinna með lesblinduna heldur fór hún inna á margt annað, sem dæmi þegar sonur minn var ekki í góðu jafnvægi þá var Guðrún fljót að sjá það og hjálpa honum að ná jafnvægi. Einnig vann hún að því að hann hefði meira þol til að mæta í skólann, t.d. hvernig hann ætti að komast á fætur á morgnanna þegar kvíðinn var að halda honum í rúminu. Guðrún sendi einnig bréf til skóla með ráðleggingum, hún hélt fund með námsráðgjafanum til að leiðbeina henni til að halda áfram að styðja við drenginn.

Áður en drengurinn minn byrjaði á námskeiðinu þá kunni hann ekki alla stafina, gat nánast ekkert lesið, nú getur hann lesið öll orð bæði stutt og löng. Hann kanna alla stafin í dag og kann stafrófið utan að.
Sjálfsmyndinn er betri, sjálfstraustið hefur aukist. Nú getur hann lesið sms og texta frá vinum á samfélagsmiðlum, einnig er hann farinn að google sem eru mikil framför.
Hann hefur það mikið sjálfstraust að hann treystir sér til að flytja einn til Danmerku í lesblinduskóla og vera í heimavist.
Guðrún er fagleg, jákvæð, gefandi og klár í því að útskýra á einfaldan hátt. Hún hrósar skýrt, þannig að það kemst til skila.

Eitt af því sem Guðrún kenndi honum er að joggla með þremur boltum, það er snildar verkfæri til að stilla sig af og vera í núinu.

Eina sem ég /við sjáum eftir er að hafa ekki gert þetta fyrr.
Við erum alveg óendanlega þakklát. Kveðja frá móður.

Frá drengnum.
Iðjuþjálfun/lesblindu námskeiðið hjá Guðrúnu er krefjandi, Guðrún var ákveðinn í að kenna mér og sýndi mér að hún hafði trú á mér. Hún er mjög góð í að hrósa og er mjög jákvæð. Það sem skiptir miklu máli er að það var auðvelt að tala við hana. Öll kennslan hefur verið skilvirk. Ég á auðveldara með að skrifa og gott að geta googlað núna. Ég hef bætt mig mikið í lestri, meira heldur en á síðustu 9 árum í skólanum, námskeiðið stóð yfir í 6. mánuði um það bil einu sinni í viku.