Skynúrvinnslumat
Facebook
Twitter
LinkedIn
Pinterest
Email

Skynúrvinnslumat

Við mat á skynúrvinnslu er stuðst við matstækið Sensory Profile sem byggir á Model of Sensory Processing eftir Winnie Dunn sem er staðalbundið með bandarísk viðmið.

Með matslistanum er leitast eftir að meta hvernig einstaklingur túlkar og vinnur úr skynáreitum og hvernig þau hafa áhrif á færni og hegðun viðkomandi í daglegu lífi. Niðurstöður gefa vísbendingar um skynúrvinnslu og/eða skynúrvinnsluvanda og hvort þörf sé fyrir aðlögun viðfangsefna og/eða umhverfis.
Í ferlinu er einnig reynt að svara eftirfarandi spurningum:

  • Hverjir eru styrkleikar einstaklingsins?
  • Hvað þarf/vill einstaklingurinn geta gert?
  • Hvar þarf einstaklingurinn að taka þátt?
  • Hvernig er skynúrvinnslumynstur einstaklingsins?
  • Hvaða áhrif hefur mynstrið á þátttöku einstaklingsins? Er eitthvað sem styður eða dregur úr þátttökunni?
  • Hvernig virkjum við styrkleika og minnkum áhrif ögrandi áreita?

Skynúrvinnslumynstur einstaklinga er aldrei einsleitt, heldur er það breytilegt eftir aðstæðum og getur verið sveiflukennt eftir líðan, álagi og umhverfi. Matslistinn er því nokkurskonar leiðarvísir um hvernig má koma til móts við ólíkar þarfir einstaklinga.

Við mat barna á aldrinum 3;00 – 14;11 ára er stuðst við Sensory Profile 2. Listinn er lagður fyrir foreldra sem meta hegðun og viðbrögð barnanna við skynáreitum sem eru hluti af daglegum aðstæðum. Sensory Profile School Companion matslistinn fyrir kennara er ætlaður til að meta skynúrvinnslu nemenda á aldrinum 3;00 til 14;11 ára og áhrif hennar á þátttöku og færni í hinum ýmsu aðstæðum skólans.
Adolescent/Adult Sensory Profile er sjálfsmatslisti einstaklinga frá 11 ára aldri þar sem viðkomandi leggur mat á hegðun og viðbrögð sín við skynáreitum sem eru hluti af daglegum aðstæðum.