Aðdragandi Lífsbrunns ehf.

Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir er iðjuþjálfi, leiðbeinandi með PEERS félagsfærni námskeið og Davis-lesblinduráðgjafi. Hún er með réttindi sem leiðbeinandi í PEERS félagsfærni fyrir börn, unglinga og ungt fólk, Skóla – PEERS einnig er hún með réttindi til að halda Telehealth PEERS námskeið í félagsfærni í  fjarkennslu.

Árið 2004 stofnaði hún fyrirtækið Lesblinda ehf sem hefur starfað óslitið síðan. Guðrún Jóhanna útskrifaðist með BS í iðjuþjálfun árið 2012. Hún starfaði hjá Æfingastöð SLF og Barna- og unglingageðdeild Landspítalans þar sem hún er enn við störf. Á BUGL er Guðrún verkefnastjóri iðjuþjálfa. Veturinn 2012 – 2014 skipulagði Guðrún Jóhanna og stýrði námskeiðinu „ég dansa það af mér“ en það er ætlað unglingum sem búa við erfiðar aðstæður.

Árið 2017 var Lesblindu ehf breytt í Félagsfærni – Lesblinda ehf þegar Guðrún fór af stað með PEERS námskeið í félagsfærni ásamt Ingibjörgu Karlsdóttur.

Árið 2020 fór Guðrún af stað með PEERS námskeið í fjarkennslu, einnig hannað Guðrún spil sem eru hugsuð til að minna börn og unglinga á liðsanda reglur.

Árið 2021 var nafni fyrirtækisins breytt í Lífsbrunnur ehf, þegar Guðrún fór af stað með iðjuþjálfun, félagsfærni námskeið og lesblindu námskeið á stofu og í fjarkennslu. Á þeim tímapunkti bætist svo Rósa Gunnsteinsdóttir iðjuþjálfi og fjölskyldufræðingur í hópinn.

Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir er með staðfestingu frá Embætti landlæknis til að starfa sjálfstætt sem iðjuþjálfi frá árinu 2020 og til að veita fjarheilbrigðisþjónustu.

Um okkur

Um okkur og ósk um þjónustu

Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir - Iðjuþjálfi

Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir

IÐJUÞJÁLFI

Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir iðjuþjálfi hefur víðtæka þekkingu og reynslu að vinna með börnum og unglingum. Guðrún Jóhanna hefur starfa sem iðjuþjálfi á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans frá því 2012 og til dagsins í dag. Guðrún hefur unnið með lesblindum einstaklingum til margra ára, verið með yfir 60 PEERS námskeið í félagsfærni
Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir er iðjuþjálfi, leiðbeinandi með PEERS félagsfærni námskeið og Davis-lesblinduráðgjafi. Hún er með réttindi sem leiðbeinandi í PEERS félagsfærni fyrir börn, unglinga og ungt fólk, Skóla – PEERS einnig er hún með réttindi til að halda Telehealth PEERS námskeið í félagsfærni í fjarkennslu.

Árið 2004 stofnaði hún fyrirtækið Lesblinda ehf sem hefur starfað óslitið síðan. Guðrún Jóhanna útskrifaðist með BS í iðjuþjálfun árið 2012. Hún starfaði hjá Æfingastöð SLF og Barna- og unglingageðdeild Landspítalans þar sem hún er enn við störf. Á BUGL er Guðrún verkefnastjóri iðjuþjálfa. Veturinn 2012 – 2014 skipulagði Guðrún Jóhanna og stýrði námskeiðinu „ég dansa það af mér“ en það er ætlað unglingum sem búa við erfiðar aðstæður.

Árið 2017 var Lesblindu ehf breytt í Félagsfærni – Lesblinda ehf þegar Guðrún fór af stað með PEERS námskeið í félagsfærni.

Árið 2020 fór Guðrún af stað með PEERS námskeið í fjarkennslu, einnig hannað Guðrún spil sem eru hugsuð til að minna börn og unglinga á liðsanda reglur.

Árið 2021 var nafni fyrirtækisins breytt í Lífsbrunnur ehf, þegar Guðrún fór af stað með iðjuþjálfun, félagsfærni námskeið og lesblindu námskeið á stofu og í fjarkennslu.

Lífsbrunnur ehf bíður upp á fjölbreytta þjónust allt eftir þörfum notanda, PEERS félagsfærni námskeið, námskeið fyrir lesblinda, ráðgjöf, fræðsla, samtöl, skynúrvinnslumat og ráðgjöf, mat á færni til að takast á við athafnir daglegs lífs, dagleg rútína, skipulag, áhugmál, vinir, fjölskylda, vinnu og skóla.

Markmið Lífsbrunns er að einstaklingur aukið lífsgæði sín og geti tekið þátt í samfélaginu út frá eigin forsendum.

Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir er með staðfestingu frá Embætti landlæknis til að starfa sjálfstætt sem iðjuþjálfi og til að veita fjarheilbrigðisþjónustu.

Rósa Gunnsteinsdóttir - Iðjuþjálfi og fjölskyldufræðingur

Rósa Gunnsteinsdóttir

Iðjuþjálfi og fjölskyldufræðingur

Rósa Gunnsteinsdóttir er iðjuþjálfi og fjölskyldufræðingur sem hefur víðtæka þekkingu og reynslu af vinnu með börnum, fullorðnum og fjölskyldum.

Rósa hóf störf 2009 sem iðjuþjálfi í  Síðuskóla á Akureyri eftir að hafa lokið iðjuþjálfanámi við Háskólann á Akureyri. Árið 2010 hóf Rósa starf á geðdeild Landspítalans, fyrst á Barna- og unglingageðdeild til loka árs 2016 en þá hóf hún störf á geðendurhæfingardeild Kleppi og er þar starfandi í dag.
Hún hefur meðal annars unnið í FMB-teymi LSH og Fyrirburaeftirlits-teymi LSH en er í dag í átröskunarteymi LSH.

Á árunum 2013 – 2022 kom Rósa að aðstandenda námskeiðum fyrir börn og unglinga hjá Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra, ýmist sem leiðbeinandi eða í afleysingu. 

Rósa útskrifaðist sem fjölskyldufræðingur 2016 og lauk MA í fjölskyldumeðferð 2021. Hún fékk staðfestingu frá Embætti Landlæknis til að starfa sjálfstætt 2017 og hefur frá þeim tíma unnið sem verktaki á Domus Mentis Geðheilsustöð sem fjölskyldufræðingur og iðjuþjálfi.
Árið 2018 fékk Rósa réttindi til að halda PEERS® námskeið í félagsfærni og hefur reglulega haldið PEERS námskeið fyrir 18 ára og eldri á LSH auk þess að leysa af á PEERS námskeiðum fyrir börn og unglinga.

Helga Jóna Guðjónsdóttir

Helga Jóna Guðjónsdóttiir

HJÚKRUNARFRÆÐINGUR

Helga Jóna er aðstoðarmanneskja í barna og unglingahópum í fjarkennslu, einnig sér hún um símaskimanir fyrir fjar- og staðarhópa.

Helga var aðstoðarmanneskja á PEERS félagsfærni staðarnámskeiðum árin 2017 – 2018.

Helga Jóna útskrifaðist með BSc í Hjúkrunarfræði, júní 2019 frá Háskólanum á Akureyri. Hún hefur starfaða á Landspítalanum, barnadeild og bráðadeild. Einnig hefur hún unnið í Svíþjóð á öldrunarheimili og heilsugæslu.

Gunnur Elísa Þórisdóttir

Gunnur Elísa Þórisdóttir

BSc í iðjuþjálfun

Gunnur hefur reynslu að vinna með fólki á öllum aldri. Hún vann í ummönun og aðhlyningu fullorðna og aldraða í 3 ár. Gunnur hefur einnig mikla reynslu að vinna með börnum en síðastliðin 2 ár hefur hún starfað sem aðstoðarmaður iðjuþjálfa á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans.

Gunnur hefur mikinn áhuga að starfa með börnum og ungmönnum og valdi það sem áherslusviðið sitt í náminu.

Núna í vor lauk hún BSc í iðjuþjálfunarfræði við Háskólan á akureyri með frábærum námsárangri.