Reynslusaga
Facebook
Twitter
LinkedIn
Pinterest
Email

Við finnum mikinn mun á drengnum okkar og hann er glaðari og sjálfsöruggari

Góðan dag

Mig langaði til þess að þakka ykkur fyrir frábært námskeið og segja ykkur að þið skiptið miklu máli.
Við finnum mikinn mun á drengnum okkar og hann er glaðari og sjálfsöruggari.

Í gær þegar ég sótti hann á körfuboltaæfingu þá var hann seinn og þegar hann kom út í bíl þá sagði
hann „Sorry mamma hvað ég er seinn en ég var fyrst að tala við Jón (dulnefni) og svo við Sigga
(dulnefni) (þeir eru báðir að æfa með honum) og það gekk bara mjög vel mamma, ég notaði það sem
ég lærði í Peers, ertu ekki stolt af mér mamma? Ég veit að þú ert svo glöð þegar ég tala við aðra.

Þið hefðuð átt að sjá hvað hann var glaður og stoltur.

Svo í morgun hafði fótboltaþjálfarinn hans samband við okkur og drengnum okkar er boðið að koma í
markmannsþjálfunarbúðir hjá kkí ásamt bestu markmönnum landsins fæddir 2010.
Heil helgi. Gist 2 nætur. Hann þekkir engan.
Gist í skóla með ókunnugu fólki. Þjálfarar frá ksí sem hann hefur aldrei hitt.
Farið með rútu á föstudegi og komið heim í rútu á sunnudegi.
Og viti menn….
Hann svaraði bara „Já það er frábært og mig langar að fara.
Ég er svo stolt og þakklát og þið megið alveg klappa ykkur á bakið fyrir frábæran árangur
Við höldum svo áfram að vinna eftir Peers og tökum einn dag í einu

Mér fannst þið ættuð að fá að vita þetta.

Gleðilega hátíð

Og veistu hvað.

Hann gisti með nokkrum strákum um helgina á nýjum stað og svo fékk hann símtal frá þeim strák í
gær þar sem þeessi hópur vildi hafa hann með í hópi í piparkökuhúsakeppni í félagsmiðstöðinni í
skólanum annað kvöld.

Ég held að það skilji ekki allir hversu mikla gleði það færði mér

Þið munuð alltaf eiga stóran stað í hjarta okkar

Það er ekki endilega að við viljum að drengurinn okkar sé á kafi í félagslífi heldur meira að það sé
hans val hvort að hann vilji það eða ekki og PEERS hjálpaði honum svo mikið með það

Og það er svo gott í hjartað að hann sé viðurkenndur og samþykktur eins og hann er